Nattevakten
Yfirhöfuð finnst mér ekki gaman að vera á næturvakt. Ennþá leiðinlegra er þegar maður er á næturvakt, hefur svefnfrið en getur barasta ekki sofið og starir á klukkuna.
Þess vegna klukkan 3;40 aðfaranótt laugardags er ég að blogga.
Ég hef ekki bloggað lengi, aðallega af því að ég hef tekið vinnutörn frá helvíti. Undirmönnun hefur sjaldan verið verri á slysadeildinni svo að ég hef unnið guð má vita hversu marga tíma. Bót í máli er að meirihluti minna vakta nú er hér á sjúkrabílnum, sem þýðir inn á milli útkalla eru oft rólegar stundir sem fara í að sólbrenna uppi á þaki á slökkvistöðinni, ísbíltúra, blak í Nauthólsvík og að geysast um borgina í sjúkrabíl. Allt þetta er stórkostlegt núna í sumarsælunni í Reykjavík. Ég er reyndar klædd í neonkraftgalla sem er heitari en andskotinn en ég er orðin sólbrún í framan.
Sumarfrí byrjar um miðjan ágúst, mun þá fara til Ísraels með stuttu stoppi í Köben/Svíþjóð eins og venjulega.
Þess vegna klukkan 3;40 aðfaranótt laugardags er ég að blogga.
Ég hef ekki bloggað lengi, aðallega af því að ég hef tekið vinnutörn frá helvíti. Undirmönnun hefur sjaldan verið verri á slysadeildinni svo að ég hef unnið guð má vita hversu marga tíma. Bót í máli er að meirihluti minna vakta nú er hér á sjúkrabílnum, sem þýðir inn á milli útkalla eru oft rólegar stundir sem fara í að sólbrenna uppi á þaki á slökkvistöðinni, ísbíltúra, blak í Nauthólsvík og að geysast um borgina í sjúkrabíl. Allt þetta er stórkostlegt núna í sumarsælunni í Reykjavík. Ég er reyndar klædd í neonkraftgalla sem er heitari en andskotinn en ég er orðin sólbrún í framan.
Sumarfrí byrjar um miðjan ágúst, mun þá fara til Ísraels með stuttu stoppi í Köben/Svíþjóð eins og venjulega.
1 Comments:
At 2:41 AM, SBS said…
Jibbí, hvenær kemuru til Köben skvís? Verðum með þéttsetinn ágústmánuð (frá 25 júl til 28 ág), en vil endilega hitta þig!
Láttu bara svo bara Mayu hitta þig hér og slepptu því að fara til Ísraels, það er ekki beint heitasti túristastaðurinn heldur:( Maður hefur stundum bara áhyggjur af þér!
Heyrumst skvís!
SBS
Post a Comment
<< Home