G-Doc

Sunday, April 30, 2006

Álfkonan

Ég, Unnur, Hildur, Allý og Lóa fórum á tónleika með sinfóníunni, Ragnheiði Gröndal og Eivöru á föstudaginn var. Tónleikarnir voru stórkóstlegir, sérstaklega lagið Gling gló. Spiluð voru gömul íslensk dægurlög í nýjum útsetningum. Sinfóníuhljómsveitin var góð og Ragnheiður er góð söngkona en ekki með nógu sterka rödd fyrir svo stóran sal.

Eivör hins vegar er mögnuð söngkona með ótrúlega sterka rödd. Hún heillaði mig alveg. Svo lítur hún út eins og álfkona og þegar hún syngur er eins og maður sé staddur í annarri veröld.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home