G-Doc

Friday, April 14, 2006

Slæmir strákar

Ég sat á kaffihúsi með Gumma vini mínum í gær. Við spjölluðum um margt og þar á meðal fyrrverandi kærasta og one night stands.

Ég held að ansi margar stelpur laðist af slæmum strákum.
Af hverju?
1) Við teljum að þeir séu meira spennandi og betri elskhugar
2) Sú trú að þeir muni koma öðruvísi fram við okkur, að þeir geti breyst fyrir OKKUR
3) Ef að gaurinn er ekki nógu góður þá þróast sambandið ekki, það verður alltaf viss fjarlægð á milli fólks. Þar með þarf maður ekki að takast á við það að vera í alvarlegu sambandi og þar með takast á við sjálfa sig.
4) Svo er sú trú hjá mörgum sem ekki koma úr mjög stöðugum fjölskyldum að þær eigi þetta skilið
5) það er alltaf gott að geta kennt einhverjum öðrum um manns eigin vanlíðan

Eflaust eru margar fleiri ástæður

Margir af mínum fyrrverandi hafa verið ansi sætir og skemmtilegir en aftur á móti oftar en ekki óábyrgir og svona fiðrildi sem aldrei geta ákveðið sig. Síðan hafa one night standin oftast verið gaurar sem ekki eru týpan sem maður kynnir fyrir mömmu, bad boys í anda Colin Farell.
Eftir margar 20-48 klukkutímarútuferðir í Suður Ameríku þar sem þessi mál líkt og önnur voru krufin komst ég að því að númer 1 og 3 voru aðalatriðið í mínu tilviki. Ég taldi góða stráka óspennandi en fyrst og fremst vill ég ekki of mikla nálægð svo ég þurfi ekki að takast á við sambandið og treysta einhverjum of mikið.
Sem betur fer hefur smekkur minn batnað mikið, og ég hef farið að hrífast af góðum gæjum.

Hægt er að læra helling af því að skoða þá sem maður hrífst af. Þau sem reglulega eru í ruglsamböndum þurfa að skoða sinn gang, af hverju veljið þið þessar týpur?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home