G-Doc

Sunday, April 09, 2006

Ég ætla að deila með ykkur nýlegri sögu úr miðbæ Reykjavíkur sem sýnir klárlega daðurhæfileika íslenskra unsveina.

Ég og tilvonandi meðlimur piparjónkuklúbbsins, sem ég kýs að kalla piparundur, sátum og sötruðum bjór á ölstofunni. Að sjálfsögðu erum við myndarlegar ungar konur svo tveir ungir menn í jakkafötum komu og báðu um að setjast hjá okkur.

Annar var feiminn og hinn frakkur, eins og gjarnan gildir um tvo vini.

Sá frakki var að reyna við mig. Hann byrjaði á að spyrja hvað ég gerði og upp úr krafsinu kom að ég er læknir. Þá mundi hann eftir að hann hefði komið til afskaplega myndarlegs dökkhærðs læknis á heilsugæslunni minni. Ég sagði að það væri enginn annar kvk læknir á heilsugæslunni og þá mundi hann allt í einu að það var sem sagt ég sem hann hafði komið til. Litaðiru á þér hárið?flott lína, enda er ég alveg ljóshærð.

Síðan röflaði hann um hversu gaman það væri að koma til lækna því þeir skipuðu manni ýmist úr að ofan eða úr buxunum. Mjög spennandi umræðuefni fyrir mig eða þannig.

Eins og gefur að skilja fór hrifning mín á umræddum ungsveini mjög dvínandi.

Hann ákvað að fullkomna sína viðreynslu með eftirfarandi brandara:
Hvað er líkt með konu á túr og jarðaberjajógúrti?

Maður veit aldrei hvenær maður á von á kekkjum?

Og svo undrast ég stundum af hverju ég hrífst ekki af íslenskum karlmönnum?

4 Comments:

  • At 7:08 AM, Blogger SBS said…

    váaaa shitturinn, meira að segja ég skammast mín fyrir kunnáttuleysi og óheflað orðbragð karlkyns landa minna.

    Þú ert alltaf velkomin hingað til mín að kíkja á danska frænur vor, en þeir eru að mínu mati að meðaltali myndarlegri, hugsa betur um sig og eru í betra formi en islenskir karlmenn.
    Eins og ég segi, bara hvenær sem er!

    Að öðru, innilega til hamingju með litla brósa, það er ekki langt síðan finnst mér þegar ég sá hann fyrst, 3 ára með snuð, en það er ótrúlegt hvað tíminn líður! Þið eruð bæði rosa lík, og ótvírætt afar myndarleg sistkyni!

    Kv. SB

     
  • At 11:19 AM, Blogger Elín said…

    þetta er alveg týpísk íslensk viðreynsla...
    sæt mynd af ykkur Ágústi :)

     
  • At 8:35 AM, Blogger Kolbrun said…

    Kræst, það er ekki í lagi með suma. Ég hef m.a.s. lent í þessu sjálf að e-r ömurlegur gaur sem er að reyna við mig kemur með svona brandara. Gengur það venjulega upp hjá þeim???? Veit ekki um neina stelpu sem myndi ekki missa áhugann um leið, ef e-r áhugi hefði verið fyrir.

     
  • At 11:32 AM, Blogger Anna said…

    Einu sinni reyndi hollenskur gaur að heilla vinkonu mína með því að drekka bjór gegnum nefið. Það er ekki þar með sagt að allir hollenskir gaurar láti sér detta slíkt í hug...
    ég fyrir mína parta er afar sátt við minn íslenska karlmann;)

     

Post a Comment

<< Home