G-Doc

Tuesday, July 31, 2007

útilega, gæsun, fótbolti og þjóðhátíð

Loksins hefur eitthvað gerst hjá mér óvinnutengt.
Þarsíðustu helgi fór ég í útilegu með Hallgerði, Siggu og Huldu. Við hoppuðim á trampólíni, átum á okkur gat og fórum í heita pottinn.
Síðustu helgi gæsaði ég Ágústu littlu frænku mína. Það var æðislegur dagur. Við klæddum hana í supergirl búning, létum hana leysa ýmsar þrautir eins og að gefa smokka og syngja, fórum svo með hana í magadans og enduðum á góðum mat og djammi.
Næstu helgi verð ég einnig í fríi og hvað ætlar gamla konan að gera? hún ætlar á Þjóðhátíð, vei vei.
Svo spilaði ég fótbolta í vinnunni í dag með slökkviliðinu. Eins gott að maður mun bara reyna við karlmenn í pollagalla næstu helgi með alla marblettina á fótunum. Ekkert stutt pils næstu vikurnar.

1 Comments:

  • At 5:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ skvís takk fyrir komentið á síðuna mína.
    Það er alltaf gaman að fylgjast með þér, skemmtu þér vel á Þjóðhátið og vonandi fer að róast í vinnunni hjá þér í ágúst.
    Vinnutarnir eru bara góðar í stuttan tíma.

     

Post a Comment

<< Home