G-Doc

Tuesday, June 14, 2005

Lifid i Andesfjollunum

I dag for eg i ovaent ferdalag med Emmu og Efrain. Tad var rosaleg upplifun.

Eg for med teim ad heimsaekja systur hans sem byr i 1000 manna torpi i Andesfjollunum. Folkid i andesfjollunum talar indjanamal sem eg held ad kallist Ketchua. Sumir tala einhverja spaensku. Eg hafdi heyrt af gifurlegti fataekt en tad var annad ad sja tad med berum augum

Vid komum tarna um 11 leytid eftir ad keyra i leigubil a hlykkjottum omalbikudum fjallavegum sem nota bene voru lagdir fyrir 6 arum, tar adur voru engir vegir. Delia systir Efrains flutti fra Cusco 16 ara og hof buskap tarna. Nu eru bornin uppkomin en hun og madurinn hennar reka baedi byli og verlsun. Verslunin er nytilkomin, tad er simi i henni, fyrsti siminn i torpinu og sa eini.

Tau sja ekki oft hvitt folk ( ad eg tali nu ekki um albinoa fra Skandinaviu) svo allir voru uppnumdir af ad sja okkur, tetta er samt kurteist folk svo tau hopudust ekki ad okkur. sum bornin foldu sig meira ad segja vegna feimni.

Husin eru naer oll ur steinum sem tau gera ur mold, tad er bara hluti husanna med rafmagn og klosettin eru hola i jordinni. Tau tala morg spaensku tar sem nunnuregla tok ad ser fyrir nokkrum arum ad hafa skola og bjoda lika upp a okeypis mat fyrir bornin. Vid heimsottum skolann og gafum krokkunum braud og avexti.

Allt folkid var otrulega vinalegt, sidan a Inka timunum er hefd ad sja um ferdalanga, Inkarnir voru svoldi kommunista samfelag, allir unnu saman ad tvi sem Kongurinn (The Inca) skipadi, oll torpin unnu saman svo tegar einhver okunnugur kom ta baudstu honum upp a tad sem tu attir. Svo ad tegar vid satum i gardinum hja einni gamalli konu, dottur hennar og tveimur bornum budu taer okkur upp a heitar kartoflur. sem er eini maturinn sem taer attu. og tad er okurteisi ad neita. Svo vid gafum teim i stadinn Cocoa lauf sem indjanarnir elska ad fa en teir fataekustu fa sjaldan. Ein konan sem for med okkur seinasta spolin i leigubilnum ( munid her eru alltaf 10 manns i hverjum leigubil) var med alls konar baunir i poka sem var orugglega hadegismaturinn hennar og hun baud okkur lika. Tad la vid ad madur faeri ad grata yfir svona gjafmildi. Og to ad heitasta hugsunin vaeri Salmonella salmonella ta segir madur bara ja takk og tiggur bita. ( og tekur syklalyf a morgun ef med tarf)

Vid bordudum nyveiddan fisk hja Deliu og kartoflur. Var allt saman mjog gott. Delia (systir Efrains) er otruleg kona, hun elur nu upp eitt barnabarnid vegna veikinda modurinnar og hun tok ad ser foreldralausan strak tegar hann var 8 ara, annars hefdi hann orugglega daid, hann vinnur tvi nuna hja henni. Tad tekkja lika allir hana i torpinu og leita til hennar.
Hun baud lika einni konu i mat sem er einstaed eftir ad madurinn hennar do ur lungnabolgu. Hann var fluttur a spitala en of seint. Tad skal tekid fram ad laeknar koma i torpid einu sinni a ari i mesta lagi. Tad er 30 min akstur til laeknis, enginn a bil og fair hafa efni a leigubil. Svo tetta folk hefur enga heilbrigdistjonustu. Stundum koma hjukrunarfraedingar i sjalfbodalidavinnu. Tessi kona vildi ekki sitja med okkur til bords heldur sat uti i horni. Vid margbudum henni. Emma sagdi mer svo eftir a ad henni fyndist vid svo miklu haerra sett folk ad hun gaeti ekki setid med okkur til bords. Mer leid ekkert sma illa yfir tessu.

Bornin sma smokrudu ser i attina ad manni tegar leid a daginn. Isinn var svo brotinn med fotboltaleik a adalgotunni. Tau vildu ta tiggja avexti, jafnvel brosa a moti en ekki sitja hja manni. Emma sagdi mer ad i einu torpi sem hun hafi heimsott hafi bornin kallad hana gudanafni, sama nafni og inkarnir kolludu fyrstu spanverjana, tau hofdu aldrei sed hvita manneskju.
Margir af teim fullordnu komu ad tala vid okkur og tau voru otrulega hlyleg og indael. Sumir komu bara til ad taka i hendina a manni.

Manni finnst ad stjornvold aettu ad hjalpa folkinu meira, Emma segir tau hrikalega spillt og tegar laeti verda geri tau bara eitthvad sma, nokkur erlend fyrirtaeki fjarfesta her og svo ekkert meira. I raun tarf folkid hjalp vid ad byggja nyjan infrastruktur, fa td lestar til ad flytja hraefni og folk svo tad geti selt tad sem tad framleidir.

Ja akkurat nuna er eg takklat fyrir ad hafa faedst a Islandi, eiga fjolskyldu, komast i skola, fa laeknistjonustu og svelta aldrei.

Knus til ykkar allra
Gudny

1 Comments:

  • At 10:41 AM, Blogger G-Doc said…

    takk fyrir kvedjuna.

    mer fannst tetta svo tilfinningarikt ad eg gat ekki skrifad a ensku

     

Post a Comment

<< Home