I am back
Ég er komin með nettengingu og get hafið aftur skrif mín á netinu. Vona að þið séuð ekki búin að gefast upp á mér.
Svona er maður yfirleitt þessa dagana, í símanum.
Ég dansaði á menningarnótt, það gékk bará ágætlega. Hefði mátt brosa meira. Einhverjir hneyksluðust á síðasta dansinum sem Helena og Dísa dönsuðu, þær dönsuðu afró magadans í frekar skimpy búningum úr fjöðrum. En mér fannst þetta flottur dans hjá þeim.
Ég hljóp 10 km á 56 mín og 44 sekúndum. Er að springa úr stolti, og þetta gerði ég eftir að æfa stöðugt í viku fyrir danssýningu. mér tókst að byrja rólega og auka svo hraðann.
Ég er alltaf í vinnunni finnst mér og er enn að taka vinnuna of mikið heim, hugsa stöðugt um allt sem gerðist og hvað ég hefði mátt gera betur osfv. Frekar pirrandi. Svo sveiflast maður svo í líðann í vinnunni, suma daga gengur allt upp og mér finnst ég æðislegur læknir, svo gerist eitthvað pínulítið og sjálfsálitið hrapar lengst niður í gólf. Það þarf nú ekki mikið til.
Í dag er ég nett þunn, er að njóta nýju tölvunnar minnar og sérstaklega stórkostlega kubbsins sem inniheldur 250 gb harðan disk og beintengist við sjónvarpið mitt, svo ég get horft á alls konar bíómyndir . I like my new toy a lot.
Vel á minnst, er komin með scybe, gudnystella er acountið ef einhver vill tala við mig
love you babies
0 Comments:
Post a Comment
<< Home