Úrdráttur úr viku ungs læknis
1) mánudagur: Sálin
fyrsti dagur á bráðamóttöku skurðssviðs. Hélt það yrði hryllingur en við vorum óvenju vel mönnuð, 2 aðstoðarlæknar og deildarlæknir sem er ótrúlega fínn og góður kennari. Lítið var að gera svo ég hékk í tölvunni allan daginn. Um kvöldið fór ég í magadans, fór svo og hiti sponsorinn minn í Al-Anon. Við áttum klukkutíma fund og fórum yfir hluta af fyrsta spori. Þetta er alveg ótrúleg upplifun en tekur svo mikið á mig að ég skrifa mikla þreytu síðustu tveggja vikna á þessa sálarvinnu. Endaði svo kvöldið á almennum al-anon fundi
2) Þriðjudagur: Sigga fer
Allt var brjálað á bráðamóttökunni, ég tók allan daginn á móti sjúklingum og dagurinn hefði verið helvíti ef Hannes deildarlæknir og Erna aðstoðarlæknir hefðu ekki verið með mér. Um kvöldið kvaddi ég Sigguna mína, Sigga er stórkostlegur vinur. Hún er líka læknir og sú persóna sem upplifir starfið hvað líkast mér. Þess vegna hefur verið svo æðislegt að hafa hana í gegnum námið. Ég upplifði mikinn söknuð þegar ég fór út úr húsinu hennar. Svo borðaði ég með Huldu sem reddaði kvöldinu.
3) Miðvikudagur:Tangó
Áfram vitlaust að gera í vinnunni en hrikalega gaman. Um kvöldið magadans og svo loksins eftir 2 vikna pásu þá stórkoslegu tilfinningu sem felst í því að svífa um góflið og sleppa tilfinningunum lasum í dansi. Tangó er hrikalega skemmtilegur dans.
4)Fimtudagur: sigurdans á skruðstofugangi
Ég setti upp Thorax dren= slöngu í brjósthol, vegna samfallins lunga. Tækifærið barst svo ég bað deildarlækninn um að leyfa mér það. Hann aðstoðaði mig, mér til hryllings höfðu í skurðstofunni stillt sér upp 2 læknanemar, hjúkrunarnemi og sjúkraliðanemi til að fylgjast með MÉR setja drenið upp. Jæks!!!!!!!!!!!!
Var skelfingu lostin þar sem það felur í sér að stinga spjóti inn í brjóstkassann og ef ég fer of langt eða missi það sprengi ég lungað og í versta falli sting í hjartað.
En mér tókst það og í kjölfarið tók ég nokkur vel tilfallin dansspor á skurðstofuganginum. Enginn sá mig (held ég)
5)Föstudagur: eldamennska
Ég heimsótti ömmu eftir vinnu og hitti Ágúst og mömmu þar. Svo bauð ég Lóunni minni sem býr í Englandi og var í heimsókn í mat, eldaði frábæra svínasteik og bauð upp á Argentískt rauðvín, hafði svo vöflur í eftirrétt. Síðan ákvað djammarinn ég að bara chila og var bara heima og talaði við Lóu
6)Laugardagur:Endorfín og koffín
Ég byrjaði daginn á að hlaupa 7 kílómetra í indislegu veðri með frábærri tónlist, síðan kom ég mér fyrir í frábæra sófanum mínum og át súkkulaði og drakk kaffi og kók. Og vann mig í gegnum næstu verkefni í sporinu mínu. Ég varð uppgefin eins og allaf við þetta og sofnaði í sófanum. Ég naut dagsins í botn, rosaleg vellíðunartilfinning. Síðan komu Hrabba Bryndís og Íris í kaffi. Loks horfði ég á dansþátt með Hildi og Unni
7)Sunnudagur: Eddie, magadans og barnaafmæli
Ég fhorfði á show með Eddie Izzard, fyndnasta manni í heimi. Svo fór að hitta Hrafnhildi og Bryndísi í Olís húsinu og hjálpaði Hrafnhildi að laga dansinn hennar fyrir magadanskeppnina. Ég hafði fyrir 2 vikum ákveðið að taka ekki þátt. Sporavinnan tekur gríðarlega orku og er mér mikilvæg. Ef ég keppi þá verð ég að standa mig rosalega vel og eyða miklum tíma í hana. Þar með tekur keppnisskapið yfir og ég nýt ekki magadansins og hef ekki orku í annað. Svo ég valdi það sem skiptir mig meira máli í dag, að ná jafnvægi innra með mér.
Ég fór í barnaafmæli hjá krúttinu henni Rebekku Rut og endaði daginn í sófanum hjá Hröbbu og Gumma, the three amigos together again. Það gladdi mig mikið.
Ansi góð vika finnst ykkur ekki!!!!!!!
fyrsti dagur á bráðamóttöku skurðssviðs. Hélt það yrði hryllingur en við vorum óvenju vel mönnuð, 2 aðstoðarlæknar og deildarlæknir sem er ótrúlega fínn og góður kennari. Lítið var að gera svo ég hékk í tölvunni allan daginn. Um kvöldið fór ég í magadans, fór svo og hiti sponsorinn minn í Al-Anon. Við áttum klukkutíma fund og fórum yfir hluta af fyrsta spori. Þetta er alveg ótrúleg upplifun en tekur svo mikið á mig að ég skrifa mikla þreytu síðustu tveggja vikna á þessa sálarvinnu. Endaði svo kvöldið á almennum al-anon fundi
2) Þriðjudagur: Sigga fer
Allt var brjálað á bráðamóttökunni, ég tók allan daginn á móti sjúklingum og dagurinn hefði verið helvíti ef Hannes deildarlæknir og Erna aðstoðarlæknir hefðu ekki verið með mér. Um kvöldið kvaddi ég Sigguna mína, Sigga er stórkostlegur vinur. Hún er líka læknir og sú persóna sem upplifir starfið hvað líkast mér. Þess vegna hefur verið svo æðislegt að hafa hana í gegnum námið. Ég upplifði mikinn söknuð þegar ég fór út úr húsinu hennar. Svo borðaði ég með Huldu sem reddaði kvöldinu.
3) Miðvikudagur:Tangó
Áfram vitlaust að gera í vinnunni en hrikalega gaman. Um kvöldið magadans og svo loksins eftir 2 vikna pásu þá stórkoslegu tilfinningu sem felst í því að svífa um góflið og sleppa tilfinningunum lasum í dansi. Tangó er hrikalega skemmtilegur dans.
4)Fimtudagur: sigurdans á skruðstofugangi
Ég setti upp Thorax dren= slöngu í brjósthol, vegna samfallins lunga. Tækifærið barst svo ég bað deildarlækninn um að leyfa mér það. Hann aðstoðaði mig, mér til hryllings höfðu í skurðstofunni stillt sér upp 2 læknanemar, hjúkrunarnemi og sjúkraliðanemi til að fylgjast með MÉR setja drenið upp. Jæks!!!!!!!!!!!!
Var skelfingu lostin þar sem það felur í sér að stinga spjóti inn í brjóstkassann og ef ég fer of langt eða missi það sprengi ég lungað og í versta falli sting í hjartað.
En mér tókst það og í kjölfarið tók ég nokkur vel tilfallin dansspor á skurðstofuganginum. Enginn sá mig (held ég)
5)Föstudagur: eldamennska
Ég heimsótti ömmu eftir vinnu og hitti Ágúst og mömmu þar. Svo bauð ég Lóunni minni sem býr í Englandi og var í heimsókn í mat, eldaði frábæra svínasteik og bauð upp á Argentískt rauðvín, hafði svo vöflur í eftirrétt. Síðan ákvað djammarinn ég að bara chila og var bara heima og talaði við Lóu
6)Laugardagur:Endorfín og koffín
Ég byrjaði daginn á að hlaupa 7 kílómetra í indislegu veðri með frábærri tónlist, síðan kom ég mér fyrir í frábæra sófanum mínum og át súkkulaði og drakk kaffi og kók. Og vann mig í gegnum næstu verkefni í sporinu mínu. Ég varð uppgefin eins og allaf við þetta og sofnaði í sófanum. Ég naut dagsins í botn, rosaleg vellíðunartilfinning. Síðan komu Hrabba Bryndís og Íris í kaffi. Loks horfði ég á dansþátt með Hildi og Unni
7)Sunnudagur: Eddie, magadans og barnaafmæli
Ég fhorfði á show með Eddie Izzard, fyndnasta manni í heimi. Svo fór að hitta Hrafnhildi og Bryndísi í Olís húsinu og hjálpaði Hrafnhildi að laga dansinn hennar fyrir magadanskeppnina. Ég hafði fyrir 2 vikum ákveðið að taka ekki þátt. Sporavinnan tekur gríðarlega orku og er mér mikilvæg. Ef ég keppi þá verð ég að standa mig rosalega vel og eyða miklum tíma í hana. Þar með tekur keppnisskapið yfir og ég nýt ekki magadansins og hef ekki orku í annað. Svo ég valdi það sem skiptir mig meira máli í dag, að ná jafnvægi innra með mér.
Ég fór í barnaafmæli hjá krúttinu henni Rebekku Rut og endaði daginn í sófanum hjá Hröbbu og Gumma, the three amigos together again. Það gladdi mig mikið.
Ansi góð vika finnst ykkur ekki!!!!!!!
3 Comments:
At 11:10 AM, Anna said…
Sporavinna? Hu?
Til hamingju med sigurdansinn:)
At 4:15 PM, G-Doc said…
12 spor al-alanon samtakanna
At 6:00 AM, SBS said…
Sæl elskan mín!
Vili óska þér innilega til lukku með daginn þin í dag þann 11/11.
Vona að þú djammir feitt fyrir mig, á meðan ég les um sálgreiningu (gubb) og drekk heitt te til að losna við kvefpestina sem ég er búin að ná í.
Allt kreisí í skólanum hjá mér þessa dagana en ég hlakka voðalega til að koma heim um jólin (15.des) og hitta alla.
Við þurfum svo að tala betur saman um janúar, hvernig það allt verður hjá okkur sæta mín.
Hafðu það yndislegt á deginum ÞÍNUM!!
Luv sbs
Post a Comment
<< Home