G-Doc

Thursday, August 31, 2006

Stórkostleg náttúra

Ég horfði á stórkostlega kvikmynd, Ganga keisaramörgæsanna.
Það er magnað að þessi dýr labbi mörg hundruð kílómetra á hverju ári aftur til staðarins þar sem þau eru fædd. Þar finna þau sér einn maka (á ári) og það er ótrúlega sætt að sjá þau, standandi hlið við hlið með nefin saman. Síðan kemur eggið og þarf faðirnn að taka við því. Eitt mikilvægasta augnablikið er þegar egginu er rúllað á milli, ef þeim mistekst og eggið er örfáar mínútur án skjóls frýs það og unginn deyr. Faðirinn þarf svo að snara egginu upp á fæturna og láta það inn undir sig. Síðan fer móðirin til hafsins að ná í fæðu og á meðan passar karlinn eggið í yfir 125 daga meðan beðið er eftir móðurinni. Þar þurfa þeir að þola nístandi frost og rok og passa allan tímann að eggið sé innundir þeim. Svo stana þeir í einni kös á móti vindi og skiptast á að vera í miðjunni þar sem hlýtt er. Svo unga þeir út eggjunum.
Ég var alveg heilluð af þessum kyrrlátu dýrum, af því þegar þau stungu saman nefjum til að sýna ást sína og þegar þau rúlluðu egginu sínu á milli. Sigur náttúrunnar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home