Furðulegur dagur
Í dag var brjálað að gera í vinnuni.
Ég fékk það verkefni að ýta á slagæð með fullu handafli í 60 mínútur. 2 fingur á gatið í slagæðinni og þrýst með hinni hendinni ofan á. Hendurnar á mér hvítnuðu, ég missti alla tilfinningu í þeim og það tók mig klukkutíma að fá aftur kraft í þær. Ýmsir aðilar komu inn og fóru að kjafta við mig til að stytta mér stundir ma 2 norskir skiptinemar. Síðan komu hjúkkurnar og mötuðu mig svo þetta voru ansi komískar aðstæður.
Síðan kom bráðaaðgerð sem tók 4 tíma og svo tók við 8 tíma bráðamóttökuvakt með ýmsum skondnum uppákomum.
Núna er klukkan 00.30 og ég finn að þreytan er að hellast yfir mig.
um helgina verður það leikhús og tangó.
Ég fékk það verkefni að ýta á slagæð með fullu handafli í 60 mínútur. 2 fingur á gatið í slagæðinni og þrýst með hinni hendinni ofan á. Hendurnar á mér hvítnuðu, ég missti alla tilfinningu í þeim og það tók mig klukkutíma að fá aftur kraft í þær. Ýmsir aðilar komu inn og fóru að kjafta við mig til að stytta mér stundir ma 2 norskir skiptinemar. Síðan komu hjúkkurnar og mötuðu mig svo þetta voru ansi komískar aðstæður.
Síðan kom bráðaaðgerð sem tók 4 tíma og svo tók við 8 tíma bráðamóttökuvakt með ýmsum skondnum uppákomum.
Núna er klukkan 00.30 og ég finn að þreytan er að hellast yfir mig.
um helgina verður það leikhús og tangó.
1 Comments:
At 11:05 AM, Elín said…
Díses það er nú meiri vinnan sem þú ert í skvísa :)
Heyrðu annars elskan mín, við erum alltaf að missa af hvor annari á skype, hvernig er með danmerkurförina? ertu komin með dagsetningu?
Post a Comment
<< Home