G-Doc

Sunday, December 03, 2006

fyrsta helgin á slysadeild

Nú hef ég lokið minni fyrstu helgi á slysadeild.
Þetta var ein erfiðasta helgi sem ég hef upplifað. Mörg erfið tilfelli sem mér tókst yfirleitt að leysa en reyndu mikið á.
Síðan varð hræðilegt bílslys á laugardaginn þar sem 2 af 5 létust líkt og sagt hefur verið í frá í fjölmiðlum.
Hrikalega sorglegt.
Nú er aðfaranótt mánudags og ég er örsyfjuð.
En á morgun mun ég sofa út og á fimmtudaginn kemur fer ég til Boston.

1 Comments:

  • At 12:42 PM, Blogger SBS said…

    Sæl elskan.
    Það er gott að vita að það eru svona sterkir einstaklingar eins og þú til staðar þegar svona hræðileg atvik eiga sér stað. Þetta er án efa skelfileg lífsreynsla, sem venst aldrei.
    Þó það sé kannski kjánalegt þá hugsa ég oft til þess að Guð leggur aldrei meira á okkur heldur en við getum borið, en það má kannski efast um það í svona tilgangslausum tilefnum. Það sem ekki bugar okkur ekki gerir okkur bara sterkari.
    Þú ert að sjálfsögðu alger hetja að starfa við þetta, það er ekki fyrir alla. En um leið veitir það okkur hinum huggun að það séu til hæfir einstaklingar sem geta verið til staðar fyrir okkur hin þegar svona stendur á.

    Eins og ég segi, þá eru fáir eins hugrakkir og þú elskan mín.

    Mikið hlakka ég til að fá þig til mín, í alvöru slökun og stelputjill.
    Það verður frábær tilbreyting:)

    Farðu vel með þig, njóttu þes að vera í Boston og endurnærðu andann!!

    Kv Sigrún

     

Post a Comment

<< Home