G-Doc

Sunday, February 18, 2007

Tilvistarkreppa

Síðustu mánuði hef ég lítið bloggað. Ég hef satt að segja verið í tilvistarkreppu.
Hver er ég ? Hvert stefni ég? valdi ég rétt með að verða læknir osfv
ég er á þeirri skoðun að sem aðstoðarlæknir geri maður lítið annað en að lifa af, maður þarf að díla við að vera orðinn læknir, að bera alla ábyrgðina, eiga við fólkið og óttann við að gera mistök. óttann við að missa af einhverju og að einhver þurfi að þjást vegna mistaka manns.
Maður les ekkert, maður bara reynir að lifa af.
Núna er ég gríðarlega ánægð í lífinu, ég er á slysadeildinni og finnst virkilega gaman í vinnunni, ég er ánægð með íbúðina mína og ennþá ánægðari með bílinn minn nýja.
Ég tók ákvörðun, ég mun á morgun sækja um stöðu á lyflæknadeild, til að læra almennar lyflækningar. Það tekur 3 ár, svo mun ég flytja erlendis til að fara í undirsérgrein. Kannski er þetta röng ákvörðun, kannski rétt en að minnsta kosti er ég búin að taka ákvörðun.
En úff hvað það var erfitt.

1 Comments:

  • At 11:07 AM, Blogger Elín said…

    Til hamingju með ákvörðunina elsku systir, það er ekkert sem heitir röng ákvörðun í svona, þetta er bara ein af þeim leiðum sem þú ætlar...

    ... nægur tími til að gera "allt" sem þig langar... svo máttu alveg hætta að vera læknir og fara í hárgreiðslu þegar þú ert fimmtug ef þér sýnist svo, gerðu bara það sem gerir þig glaða og þú hefur ánægju af :)

    sorrý langt komment...lov ya!

     

Post a Comment

<< Home