G-Doc

Tuesday, February 28, 2006

Hinum megin við borðið með afa

Nú hef ég verið starfandi læknir í 3 mánuði.
Ég hef oft sagt slæmar fréttir, oft staðfest andlát og huggað ættingja þegar einhver er að deyja. Ég er svo heppin að starfa með læknum og hjúkrunarfólki sem kann að láta dauðann vera virðulegan og ekki meðhöndla fólk alveg fram að loka sekúndunni. Það er mikilvægt að vita hvenær á að hætta að meðhöndla. Mér hefur oft reynst erfitt að stoppa en þá hafa hinir haft vit fyrir mér.

Nú sit ég hinum megin við borðið, afi minn er að deyja á líknardeild Landakots. Það hefur verið yfirvofandi lengi, en er samt alveg jafn erfitt þegar það gerist.
Það er erfitt að sitja hinum megin við borðið.

Afi minn er ótrúlegur karakter, sagði alltaf lítið og kvartaði lítið en var alltaf sterkur. Jafnvel í dauðanum er hann það, hefur ekkert kvartað, segir alltaf að ekkert sé af og virðist ætla að berjast við manninn með ljáinn alveg fram á síðustu mínútu.
Ég vona að þetta styttist nú, hans vegna

Bless afi minn

4 Comments:

  • At 4:21 AM, Blogger Anna said…

    Mundu að maður má vera lítill og sorgmæddur. Þegar upp er staðið stendurðu hvort eð er sterkari eftir.
    Hugsa til þín
    Anna

     
  • At 11:07 AM, Blogger Elin Ingibjorg said…

    Sæl vinkona
    Er með hugann með þér. Afar eru ansi sérstakar persónur í lífi manns og það er alltaf erfitt að missa einhvern, en afar eru bara svo spes (I know). Það er alltaf erfitt að þurfa að kveðja en það er þó betra að hafa gert það en ekki. Stórt knús og kossar.
    kveðja
    Elín

     
  • At 8:45 AM, Blogger Elín said…

    Mínar dýpstu samúðaróskir elsku systir.
    Knús og kossar til ykkar allra.

     
  • At 11:33 AM, Blogger SBS said…

    Elsku Guðný mín. Það er svo erfitt að missa fólk frá sér, ég veit bara hvernig ég var og er enn varðandi hana ömmu mína sem dó þegar ég var hér úti. Ég hugsa til þín og sendi þér ljós í myrkrinu. Þetta er aldrei auðvelt en mér finst yndislegt að lesa hvernig þú minnist afa þíns.
    Ég er alltaf til staðar ef þú vilt spjalla elskan mín. Skilaðu einnig innilegri samúðarkveðju til mömmu þinnar.
    SB

     

Post a Comment

<< Home