Ég var í Köben!
Það voru 5 æðislegir dagar í 12-15 stiga hita.
Ég upplifði ýmisslegt, þegar ég kom þá kom Elín systir og Svanhildur hlaupandi á móti mér og æptu, láttu eins og þú þekkir okkur ekki! Svo kom strákur hlaupandi á eftir þeim æpandi.
Svo sagði strákurinn verið rólegar, ég er að tala við lögregluna. Stelpurnar höfðu séð mann á 3 hæðinni berja lítinn hund til dauða. Svo kom strákurinn hlaupandi og þær héldu að þetta væri hundamorðinginn. Hann var hins vegar líka vitni að drápinu. Svo kom lögreglan og talaði við þau og fór svo inn í íbúðina.
Þetta var kvöld númer eitt.
Næsta dag ætlaði ég að kaupa buxur en fyrir algjöra tilviljun endaði inn í fallegri kjallarabúð sem seldi korsilette. Þar var kúl gaur að vinna. Hann var með sítt hár, í pilsi og með fabulouse farða. Hann bauðst til að hjálpa mér að velja fullkomna korsilettið. Svo mátaði ég ýmis korsilette en datt að lokum niður á fullkomið gyllt korsilette sem heitir What Cathy Did, hannað af hinni miðaldra Cathy í London. Og auðvitað aðstoðaði afgreiðslumaðurinn mig við að fara í það enda þarf að reyra mann í það. Áður spurði hann mig hvort að þetta væri fyrsta skiptið sem ég færi í korsilette.... þá þyrfti hann nefnilega að vera more gentle.....
Og needless to say var ég gorgeous í krosilette. Síðan var að kaupa háa sokka með, og auðvitað safnaði hann sokkabuxum og vissi allt um sögu þeirra. Svo ég keypti upprunualegu sokkana með sauminum aftan á. Hann sagði að þeim fylgdu töfrar, allir karlmenn munu falla fyrir mér í þessu.
Á laugardaginn fór ég með Sigrúnu yfir til Svíþjóðar. Við borðuðum frábæran mat með Jóhönnu og Kalle og 2 vinum þeirra. Auðvitað höslaði ég einn Svíann ena eru sænskir karlmenn minn natural habitat.
Á sunnudagskvöld fórum við á Bakken
Á mánudag fór ég upp á spítala í spesblóðprufu til að athuga hvort ég hafi smitast af berklum eða ekki. Það er nefnilega ómögulegt að segja til um það þar sem ég er bólusett. Ferðin hafði sem sagt alternative consept.
Síðan sat ég í sólinni í 15 stiga hita og drakk hvítvín.
Frábær ferð finnst ykkur ekki?