G-Doc

Saturday, July 29, 2006

Ánægð

Þessa dagana hef ég ekki mikið að skrifa um. Auk þess er ég ekki komin með internet heim til mín en það breytist brátt til batnaðar.
Ég er bara gríðarlega ánægð með lífið og tilveruna. Vinnan gegnur vel. Mér finnst íbúðin æðisleg og sambúðin með Unni og Hildi frábær. Ekkert er vesen hjá okkur, við þurfum ekki einu sinni að skipuleggja þrif það bara gerist automatískt. Ef ég einhverntímann gifti mig vona ég að það verði jafn auðveld sambúð og þessi.
Svo er tangó í kvöld.
Lífið gerist bara ekki betra

Sunday, July 16, 2006

næturvaktir

Jæja þá er næst síðustu vaktinni af 9 næturvöktum í röð senn að ljúka. Það borgar sig sko ekki að horfa á sjálfan sig í spegli eftir að sofa tvisvar í einn klukkutíma í senn í nótt.
Fegurðin skín ekki beint af mér núna.

Lítið hefur gerst í lífinu þessa vikuna, öll einbeitingin hefur farið í vaktirnar.
Ég ætla að skríða heim, sofa og þegar ég vakna ætla ég að baka pönnukökur, mmmmmmm.

Svo ætla ég að verðlauna mig með spa meðferð á fimmtudaginn, nudd og sauna á Nordica Spa.

Sunday, July 09, 2006

ættleiðing, sæðisbankar eða one night stand?

Ég var í saumaklúbbi með nokkrum af barnæskuvinkonum mínum. Við ræddum barneignir og ég velti fyrir mér eftirfarandi sem ég vil gjarnan fá komment á
Núna tel ég að ég yrði ágætis móðir, ef mig langar í barn og verð áfram piparjónka hver er þá besti möguleikinn þegar tillit er tekið til mín, barnsins og tilvonandi föður?
-ég fæ líklega ekki að ættleiða því pör ganga fyrir
- ég get farið í sæðisbanka en þá á barnið engan pabba
-ég get fundið einhvern gaur og sofið hjá honum og orðið ólétt (en ég var á pillunni....) og þá að sjálfsögðu vandað valið og passað að þetta sé almennilegur náungi. Illa gert gagnvart manninum en barnið á þá föður
- síðasti möguleikinn er að semja við einhvern karlkynsvin sem á ekki börn en vill þau, td samkynheigðan vin.

Hvað finnst ykkur?

Sunday, July 02, 2006

Ferðamenn

Maya var hjá mér í 2 vikur, ég fór með henni og fjölskyldu hennar í 1 vikna jeppaferð þar sem við fórum um fyrst um Kjöl og Kerlingarfjöll, svo Norðurland og enduðum á Vestfjörðum. Vestifrðir eru óendanlega fallegir og ég naut ferðarinnar í botn, nema daginn sem ég var þunn og þurfti að vera 12 tíma í jeppa í þynnku.
Maya er svo fyndin og skemmtileg, hún er óendanlega hreinskilin og veit nákvæmlega hvað hún vill. Svo þekkjumst við jafnvel og systur og vitum næstum alltaf hvað hin er að hugsa
Fjölskyldan hennar var heilluð af okkar fagra landi og maður sér það með túristaaugum þegar maður ferðast með túristum. Og fallegt er það.
Síðan hittum við tvo sæta þjóðverja sem heimsóttu mig til Reykjavíkur, alltaf gaman af fallegum mönnum.
Og svo á ég óendanlega flotta íbúð til að kóróna allt