G-Doc

Friday, April 17, 2009

Canete, I´m coming home

Er i litlum bae sem kallast Canete, 2 klst frá Lima. Hostal Romancia. Verd her thangad til a morgun. Flyg á midnaeti annad kvold. 12 tima stopp i New York og aetla tha ad versla!
Seinustu daga hef eg verid med Robin, Karolyn og Mia fra Svithjod og kanadiskri stelpu Kirnew. Vid forum í batsferd um Islas Baletas, flottar eyjur med fuglum, morgaesum og selum, i milljonatali. Strendurnar voru ogedslegar, vid lobbudum i klukkutima, fundum Hilton hotel, fengum okkur mat og fengum svo leyfi til ad nota sundlaugina. Rosa stud, nema eg var svo brennd ad eg gat ekkert verid i solinni, eg la tvi á solbekk i skugga og drakk dyra kokteila medan hin soludu sig.
Lendi 6.20 a manudagsmorgun.

Wednesday, April 15, 2009

Paracas

Er i litlum strandbae, Paracas. Aetla ad kynna mer Las Islas Balletas. Hotelid heitir Hostal Frayles.
Rendi mer i gaer i 2 tima nidur sandbrekkur Ica, thad var gedveikt gaman. Reyndi hetjulega ad standa en flaug 3 á hausinn i einni brekku. Verd her i 2 naetur amk. Kem heim 20 eldsnemma ad morgni
Gudny

Tuesday, April 14, 2009

Sandbretti i Huancachilla

Hae allir. Er i eydimerkurvininni Huancachilla. Aetla ad renna mer nidur eydimorkina a sandbretti i dag med unglingunum. Gisti a Hostal Arena. Nyt thess ad vera i sol og hita adeins tho ad eg verdi aldrei brun.
Sjaumst fljotlega, kem heim thann 20.

Monday, April 13, 2009

Nazca

Nazca linurnar eru otrulegar. Thusundir lina yfir heila eydimork med einstaka skritnum myndum inni a milli, api, hummingbird, kongulo og fleira. Maria Reisch eyddi aevinni i ad rannsaka thaer og m.a. sopadi ofan af storum hluta af theim sjalf med kusti. Hennar nidurstada var ad um stjornukort og leid til ad tala vid gudina vaeri ad raeda. Adrar kenningar eru ad geimverur hafi gert thaer, ad linurnar bendi a vatnsbirgdir og ad thaer hafi verid notadar til truarathafna.
Baerinn sjalfur er alger hola thannig ad eg er nu a leid til Ica og litillar eydimerkurvinjar thar sem heitir Huancachina. Framundan er etv sandbretti og vinekruskodun.

Sunday, April 12, 2009

Nazca

Er komin i Nazca. LOKSINS sol og hiti. 30 gradur. Gisti a The New Walk inn.
kv Gudny

Saturday, April 11, 2009

Truarhiti, hrydjuverk, stjórnmálaspilling og "la clima mejor": Ayacuchu

Jaeja nu hef ég verid her í 3 daga. Fyrsta daginn fann eg ad lokum tvaer stelpur fra Belgiu sem eg eyddi kvoldinu med. Tha var fyrsta skrudgangan til heidurs Jesús og hinni heilogu viku. Altarisdrengir, prestar, nunnur, allur almúginn og fleiri voru oll maett. Their bera líkneski af Jesús og Maríu mey, med kertum og ljosum og halda úti messur. Adur en skrudgangan kom hofdu allir listamenn baejarins buid til otruleg gotumalverk a torginu sem skrudgangan tradkadi svo á. Ayacuchu er eitt af truudustu herudum Peru svo folkid tekur thetta alvarlega. Ayacuhu búiar monta sig af besta loftslaginu í Peru, ekki alveg satt finnst mer.
Eg for og skodadi Wari rustirnar, pre inca aettbalkur. Thaer voru storkostlegar. Eg hitti Marie Ange ( kanúkennari fra Frakklandi ) og Luigi (logfraediprófessor frá Lima). Baedi hann og leidsogukonan sogdu okkur otrulega hluti um Peru og Ayacuchu. Thangad til fyrir 15 árum redu hrydjuverkamenn ollu hér í heradinu. Folk var skotid ef thad var uti eftir kl 19 eda thvi var bara raent. Turistar hurfu gjarnan. Herinn var engu betri og hegdadi ser eins. Enn thann dag i dag thorir folkid i sveitinni i kring ekki ut eftir myrkur tho ad fridur hafi verid i ca 15 ar. Garcia forseti a undan Fujimore stofnadi leynithjonustu eru sem loksins arid 1992 nadi forsprakkanum og svo smatt og smatt restinni af uppreisnarfolkinu.
Luigi sagdi mer fra Fujimore sem var forseti árid 1990 thratt fyrir ad vera med sakaskra. Hann komst til valda fyrir tilstudlan Montesinos sem var logfraedingur med mikil sambond i undirheimunum. Thratt fyrir ad eingongu maetti kjosa mann tvissvar var Fujimore forseti í 16 ar. Montesinos styrdi fikniefnaframleidslu og utflutningi í landinu og ma var forsetabillinn notadur. Sjonvarpinu, utvarpinu og odrum stjornmalaflokkum var mutad. Their komust framhjá konsingareglum og Fujimore vard forseti í thridja sinn. Badir mokudu inn peningum a medan a thessu stod. Eitt af trixunum var ad gefa fataeka folkinu reglulega mat og passa upp a kosningabarattuna i fataeku herudunum. Eg hef oft heyrt fataeka perubua dásama Fujimore. Nuna er Montesinos í fangelsi en Fujimore byr i Chile. Dottir hans Keiko er byrjud kosningabarattu fyrir 2011.
I dag er naestseinasti dagur paskahatidarinnar her og tha í tilefni paskanna er nautadagur. Baerinn er fullur af kurekum sem draga a eftir ser naut i bandi og althydan horfir a. Stundum hlaupa thau i attina ad fjoldanum og allir oskra og reyna ad forda ser. Eg sa ekki hvad gerdist en 100 manns trodu ser i kringum gamlan mann svo sjukrabill thurfti ad troda ser i gegnum fjoldann med hervaldi til ad komast ad honum, eg held ad nautid hafi stangad hann. Allt i tilefni paskanna.
Eg aetla ad fara med rutu til Lima i kvold en skipta svo strax yfir í rutu til Nazca. Er ordin leid á hálendinu og aetla ad halda mig vid strondina i viku. Eg hefdi viljad fara a nokkra stadi í skoginum sem Perubuarnir hafa bent mer a en ekkert af theim eru stadir sem ad eg get heimsótt ein. Next time.
Knus till allra og ég óska ykkur gledilegra paska.

Wednesday, April 08, 2009

Ayacucho

Komin til Ayacucho eftir 22 tíma rutferd, andskotans turistasolukonan lauga ad mer og eg ferdadist tvi med mjog svo othaeglegri rutu. Eg hitti tvo koreubúa á leidinni, tau toludu enga spaensku og attu ad maet i uthverfi til ad vinna a munadarleysingjahaeli. Ég baud teim tvi ad taka leigubil med mer og hjalpadi teim ad finna afangastadinn.
Annars er eg eina hvita manneskjan i tessum bae, her eru tusindir Perubúa komnir til ad taka thatt i semana santa, staerstu trúarhátid sudurameriku sem er haldin her vikuna fyrir páska. Fólkid laetur mig alveg vera i fridi en thetta er nu samt frekar othaegilegt.
Gisti á hostal Florida.
Kvedjur i bili.

Tuesday, April 07, 2009

Lang ferdalag, til hamingju med afmaelid pabbi

Fyrst vil ég óska pabba til hamingju med afmaelid a morgun. Tu bara eldist og eldist gamli minn......
Ég nýt nú sídasta dagsins i Cuzco. kl 16 (21 á íslenskum tíma) tek ég rútu í 22 klst til Ayacucho sem er í mid hálendi Perú. Rútufyrirtakid heitir Real og ég fer frá adal lestarstodinni í Cuzco.
Heyri í ykkur seinna.

Sunday, April 05, 2009

Brudkaupid

I gaer for eg i frabaert brudkaup. Brudkaupid var í Pisac, um 60min fra Cuzco. A einum degi var eg allt, "terna" te svipad og brudarmeyja, barnapia, thydandi, ljosmyndari, passadi upp a ad allir fengju ad borda osfv. Vid Emma, mamma hennar og Tika litla keyrdum fra Cuzco kl 9.30 a undan ollum svo brudurin hefdi tima til undirbunings. Eins og svona dogum saemir for allt urskeidis. Leigubillinn kostadi alltof mikid af tvi ad Efrain var ekki buinn ad semja fyrirfram um verdid. Tika var alveg brjalud, neitadi ad borda, neitadi ad sofa, enginn matti halda a henni nema mamma. Hun er 7 manada og hun neitar ad kuka og pissa i bleyju, hun tarf ad setjast a kopp og tad tekur langan tima. Sidan hringdi presturinn og ta hafdi Efrain ekki tekid hann med ser fra Cuzco to hann vaeri a sama hoteli. Efrain turfti tvi ad hoppa ut og taka annan leigubil tilbaka og na i prestinn til Cuzco. A medan var litlan alveg brjalud. Aettingjar Efrains maettu, Sviarnir maettu, en brudgumman vantadi sem og prestinn og tad var klukkutimi i brudkaup. Tau vildi gifta sig i rustunum i Pisac en tad atti eftir ad muta vordunum til ad fa leyfi til tess. Halftima fyrir brudkaup sofnadi litla frekjan loksins og vid gatum byrjad ad hafa brudina til. A medan maetti presturinn og brudgumminn og fraendinn nadu ad muta verdinum. Svo eingongu 15 min a eftir aetlun var haldid brudkaup uti, i hinum fornu Pisac rustum Inkanna i hafjollum Peru. Athofnin var mjog falleg og for fram a spaensku og saensku. Efrain, brúnn í indíanafotunum sinum og Emma ljoshaerd med blomakrans i hefbundnum saenskum meyjarbuningi. Og litla drotningin sael og kat a medan a athofninni stod. Eg get ekki sagt oft hversu mikid eg daist ad teim ad lata tetta samband ganga eins svakalega olik og tau eru en tau eru mjog astfangin og tau reyna ad finna einhvern milliveg.
Eftir a var stor veisla ad peruskum sid med hljomsveit sem spiladi Wayna, tonlist fjallasvaedisins sem er med otrulega fyndinn dans vid. Tad var dansad langt fram eftir, bordadur godur matur, sungid og haldnar raedur a 3 tungumalum. Odrum megin voru ljoshaerdu sviarnir og hinum megin dokku perubuarnir. Storkosleg veisla, fyrir utan hvad mig klaejar ennta svakalega i oll moskitobitin.
Eg er i Cuzco, aftur í Casa de la gringa hostelinu. Er ad akveda naestu skerf.

Friday, April 03, 2009

Brudkaup framundan

Í gaer sá ég Machu Picchu aftur. Borgin var alveg jafn stórkostleg í annad skiptid og fjollin í kring eru ennta stórkoslegri. Ég mun reyna ad setja inn myndir á facebook flótlega. Hér snýst allt um kunningsskap. í hópnum eru 10 Svíar, ég og Efrain og svo Tika dóttir Emmu og Efrains. Vinur Efrains á rútuna, annar á hótelid, tridji a naesta hótel osfv. Allt mun ódýrara af tví ad hann er hann. Vid gistum eina nótt í Ollantaytambo sem er eina borgin tar sem naestum allar goturnar eru skipulagdar sidan á Inkatímum. Sidan tokum vid lestina til Machu Picchu.
Ég skemmti mér stórkostlega en ég veit ad vikan er erfid fyrir Emmu. Tad er ekki audvelt fyrir sjálfstaed skandinaviska konu ad bua inni á perúskri stórfjolskyldu tar sem la mamma stýrir ollu. Fyrst veiktust baedi eg, Efrain og Tika. Núna er mamma hennar veik. ég aetla tvi ad fara fyrr med henni til Pisac á morgun og passa Tiku medan hún undirbyr brúdkaupid. Tetta verdur otrúlega spennandi, 10 Svíar, einn íslendingur, einn hálfur perubúi og hálfur Svíi og 70+ Perúbúar. Brúdkaupid er í Pisac sem er fallegur lítill baer um klukkutíma frá Cuzco. Tar eru fraegar rustir og fraegur markadur. Tangad til í fyrramálid og á sunnudagskvold verd ég hér í Casa de la Gringa í Cuzco.
Hrabba ég lofa ad kaupa hatt handa ter.