G-Doc

Friday, May 26, 2006

Tangó

Á miðvikudaginn átti ég ánægjulega kvöldstund. Það var tangókennsla í alþjóðahúsinu. Síðan var Milonga þar sem tangó var stiginn fram eftir kvöldi. Venjulega er skortur á herrum en þetta kvöld voru nokkrir einstæðir dansherrar. Svo ég fékk að dansa af mér skóna þetta kvöldið. Kvöldið leið áfram við dramatíska tónlist og sterkar tilfinningar, þar sem lífið hefur verið frekar erfitt núna svo að ég er viðkvæm. ég fann tónlistina gjörsamlega duna í æðunum og naut mín í botn. Sérstaklega var gaman að dansa við einn bandarískan nördalegan gaur sem var frábær dansari. Það er eins og ég hef oft sagt stórkostlegt þegar karlmenn geta dansað. Auk þess fær maður vissa útrás í dansinum, maður dansar við fullt af mönnum og fær útrás fyrir þörfina fyrir nálægð. Ef maður er í sambandi held ég að maður fái útrás fyrir fjöllyndi sitt en án framhjáhalds.

Kvöldið var svo skemmtilegt að ég varð ekki einu sinni fúl þó að gaurinn sem ég var að reyna við svaraði ekki smsum (karlmenn...... asnar). Síðan héldum við heim til Maríu Stellu, ítölsku vinkonu minnar, þar sem áfram var dansað, nema ég sem fékk að sofa í smá tíma eftir erfiða viku. Þar var snarað fram pasta fyrir 6 manns og kjaftað fram eftir nóttu.

Una noche brilliante.

Wednesday, May 17, 2006

Ferðin mikla.

Hér sést ferð mín um Suður Ameríku. Fyrst Perú, svo yfir Bólivíu, loks til Brasilíu og að lokum Argentína Posted by Picasa

Ferðin

La Boca, eitt af frægustu hverfum Buenos Aires. Fremst á myndinni er Gaetan, franskur vinur minn. Posted by Picasa

Upprifjun úr ferðinni minni því í dag, 17 maí, er ár liðið frá brottför

Buenos Aires. Eins og svo oft áður fékk ég að njóta gestrisini heimabúa. Paula er lengst til vinstri, yndisleg stelpa sem ég hitti í nokkra daga í Brasilíu og hún bauð mér í heimsókn til sín í Buenos Aires. Stelpan aftast er Marikena vinkona hennar en við bjuggum báðar hjá henni. Posted by Picasa

Ferðin

Götur Buenos Aires iða af lífi, tónlist, myndlist og dans Posted by Picasa

Ferðin

Bailamos el tango en Buenos Aires Posted by Picasa

Ferðin

Iguazu fossarnir Posted by Picasa

Ferðin

Brasilíubúar elska grímuböll. super girl fékk þvi oft að njóta sín Posted by Picasa

Ferðin

Brasilískir karlmenn. mmmmmmm Posted by Picasa

Ferðin

Djammað á báti við strendur Ríó í hot bikiníninu mínu. Posted by Picasa

Ferðin

Leó. Hún er frá Sao Paulo. Við fengum að búa í penthouse íbúðinni hennar eftri að þekkja hana í einn dag. Hún er alger brjálæðingur en helvíti skemmtileg. Hún er dæmigerður Brasilíubúi, ótrúlega opin og gestrisin Posted by Picasa

Ferðin mikla

Ekki var allur tíminn neinn picnic. Hér er ég í dauðlestinni, 22 klukkutímum eftir brotför Posted by Picasa

Ferðin

Salteyðimörkin. ég ákvað að stja stripmyndirnar ekki á netið Posted by Picasa

Ferðin

Amazon skógurinn. Þetta tré er holt að innan og það heyrist hátt hljóð þegar maður bankar í það. Þánnig má nota það til að senda merki langar leiðir Posted by Picasa

Ferðin

Maya og ég. Við ferðuðumst saman í 2.5 mánuði. Hún er alveg yndisleg. Hún er fyndin, hreinskilin og ótrúlega sterkur karakter. Posted by Picasa

Ferðin

Á eyjunni í Lake Titticaca prjóna mennirnir, enda er það karlmannsstarf. Posted by Picasa

Ferðin

Macchu Pichu. Gangan þangað var stórkostleg. Efrain kærasti Emmu var leiðsögumaðurinn. Staðurinn er kyngimagnaður. Posted by Picasa

Eitt ár síðan ferðin hófst... frh

Konan til vinstri missti manninn sinn fyrir ári síðan úr lungnabólgu. Hún er 35 ára. Hún á 5 lítil börn og það er enginn til að vinna fyrir mat. Konan lengst til vinstri er systir Efrains vinar míns. Hún kom með fyrsta símann til þorpsins, 2 mánuðum áður en við komum þangað. Hún gefur hinni konunni að borða reglulega. Auk þess vinnur 13 ára strákur hjá henni sem missti foreldra sína. Hún gefur honum mat og sendir hann í skóla. Litli strákurinn er greinilega ofvirkur en þarna er engin meðhöndlun. Posted by Picasa

Eitt ár síðan ferðin hófst

Fyrir akkúrat ári síðan fór ég til Suður Ameríku. Ég byrjaði á Kúbu, fór þaðan til Perú, svo Bólivíu, Brasilíu og loks Argentínu. Nokkrir hlutir stóðu upp úr. Þessi kona bjó í fátæku þorpi í Andesfjöllunum. Hún bauð mér í heimsókn og gaf mér kartöflu. Hún átti ekki mikið en gaf mér af því litla sem hún átti. Posted by Picasa

Tuesday, May 16, 2006

 Posted by Picasa

Amazing

 Posted by Picasa

Beautiful

 Posted by Picasa

It was cold

 Posted by Picasa

Hvannadalshnjúkur

I climed this mountain last saturday, 2120 meters Posted by Picasa

Sunday, May 07, 2006

Snæfellsjökull klifinn

1400 metrar (byrjuðum reyndar í 300 m hæð) í bjáluðu veðri. Upphitun fyrir Hvannadalshnjúk næstu helgi Posted by Picasa

Kúl gellur eftir 7 tíma göngu

 Posted by Picasa