G-Doc

Tuesday, July 31, 2007

útilega, gæsun, fótbolti og þjóðhátíð

Loksins hefur eitthvað gerst hjá mér óvinnutengt.
Þarsíðustu helgi fór ég í útilegu með Hallgerði, Siggu og Huldu. Við hoppuðim á trampólíni, átum á okkur gat og fórum í heita pottinn.
Síðustu helgi gæsaði ég Ágústu littlu frænku mína. Það var æðislegur dagur. Við klæddum hana í supergirl búning, létum hana leysa ýmsar þrautir eins og að gefa smokka og syngja, fórum svo með hana í magadans og enduðum á góðum mat og djammi.
Næstu helgi verð ég einnig í fríi og hvað ætlar gamla konan að gera? hún ætlar á Þjóðhátíð, vei vei.
Svo spilaði ég fótbolta í vinnunni í dag með slökkviliðinu. Eins gott að maður mun bara reyna við karlmenn í pollagalla næstu helgi með alla marblettina á fótunum. Ekkert stutt pils næstu vikurnar.

Friday, July 13, 2007

Nattevakten

Yfirhöfuð finnst mér ekki gaman að vera á næturvakt. Ennþá leiðinlegra er þegar maður er á næturvakt, hefur svefnfrið en getur barasta ekki sofið og starir á klukkuna.
Þess vegna klukkan 3;40 aðfaranótt laugardags er ég að blogga.
Ég hef ekki bloggað lengi, aðallega af því að ég hef tekið vinnutörn frá helvíti. Undirmönnun hefur sjaldan verið verri á slysadeildinni svo að ég hef unnið guð má vita hversu marga tíma. Bót í máli er að meirihluti minna vakta nú er hér á sjúkrabílnum, sem þýðir inn á milli útkalla eru oft rólegar stundir sem fara í að sólbrenna uppi á þaki á slökkvistöðinni, ísbíltúra, blak í Nauthólsvík og að geysast um borgina í sjúkrabíl. Allt þetta er stórkostlegt núna í sumarsælunni í Reykjavík. Ég er reyndar klædd í neonkraftgalla sem er heitari en andskotinn en ég er orðin sólbrún í framan.
Sumarfrí byrjar um miðjan ágúst, mun þá fara til Ísraels með stuttu stoppi í Köben/Svíþjóð eins og venjulega.

Wednesday, July 11, 2007

Og enn Vegas Baby







Myndir frá Vegas




















Vegas Baby


nokkrar myndir frá skvísuferðinni til Vegas og New York

Þetta er Hótelið, Cesars Palace