
Það hefur gengið á ýmsu síðasta árið. Ég flutti, ég hef verið læknir í eitt og hálft ár og unnið rosalega mikið. Ýmisslegt hefur komið upp á í vinnunni sem hefur fengið mig til að endurskoða gildi mín og líf. Svo hefur gengið á ýmsu í persónulega lífinu og fjölskyldunni. Ég hef tekist á við ýmisslegt í fortíðnni með sponsornum mínum í Al-Anon en þó er endalaus vinna framundan. Það er ótrúlegt hvað kemur fram þegar maður byrjar að grafa. Þrátt fyrir erfiðleika og endalausa stressið sem er í gangi í vinnunni get ég sagt að ég er mjög hamingjusöm. Mér finnst gaman í vinnunni, ég er ánægð með sambúðina með stelpunum og ég hreint út sagt að ég elska að dansa tangó. Svo allt þetta plús þessi úrvinnsla sem er í gangi í Al-anon er að virka.
Myndin er frá Maríu Fallabellu líkt og næsta mynd á blogginu.