G-Doc

Tuesday, May 15, 2007

Rætur


Elska þetta tré, sumar af greinunum hafa vaxið niður í jörðina og myndað rætur. Fór að velta fyrir mér hversu stór hluti af okkur eru gen og eitthvað sem var alið upp í okkur í barnæsku. Hversu stór hluti er síðan það sem við tileinkum okkur síðar á ævinni? Og getum við virkilega breytt grundvallarviðhorfum okkar og framkomu?
Myndin er frá Maríu Fallabellu www.sissily.org

Sunday, May 06, 2007

All you need is love


stundum er gaman að googla einhverjar setningar og sjá hvaða mynd kemur. Þessi er undir all you need is love

Saturday, May 05, 2007

Dansinn, al-anon og vinnan


Það hefur gengið á ýmsu síðasta árið. Ég flutti, ég hef verið læknir í eitt og hálft ár og unnið rosalega mikið. Ýmisslegt hefur komið upp á í vinnunni sem hefur fengið mig til að endurskoða gildi mín og líf. Svo hefur gengið á ýmsu í persónulega lífinu og fjölskyldunni. Ég hef tekist á við ýmisslegt í fortíðnni með sponsornum mínum í Al-Anon en þó er endalaus vinna framundan. Það er ótrúlegt hvað kemur fram þegar maður byrjar að grafa. Þrátt fyrir erfiðleika og endalausa stressið sem er í gangi í vinnunni get ég sagt að ég er mjög hamingjusöm. Mér finnst gaman í vinnunni, ég er ánægð með sambúðina með stelpunum og ég hreint út sagt að ég elska að dansa tangó. Svo allt þetta plús þessi úrvinnsla sem er í gangi í Al-anon er að virka.
Myndin er frá Maríu Fallabellu líkt og næsta mynd á blogginu.

When you don´t tango you dream about it, a picture by Maria Fallabella


María er tangódansari frá Ítalíu sem ég kynntist síðasta sumar. Hún er mjög skemmileg og tilfinningarík manneskja og frábær listamaður.
Hún er nú flutt til Ítalíu. Ég sakna hennar oft.
Þessi frá bæra mynd er eftir hana, mér finnst hún sýna vel upplifunina sem tangó er.
Fleiri myndir eftir Máríu eru á www.sissily.org