Á miðvikudaginn átti ég ánægjulega kvöldstund. Það var tangókennsla í alþjóðahúsinu. Síðan var Milonga þar sem tangó var stiginn fram eftir kvöldi. Venjulega er skortur á herrum en þetta kvöld voru nokkrir einstæðir dansherrar. Svo ég fékk að dansa af mér skóna þetta kvöldið. Kvöldið leið áfram við dramatíska tónlist og sterkar tilfinningar, þar sem lífið hefur verið frekar erfitt núna svo að ég er viðkvæm. ég fann tónlistina gjörsamlega duna í æðunum og naut mín í botn. Sérstaklega var gaman að dansa við einn bandarískan nördalegan gaur sem var frábær dansari. Það er eins og ég hef oft sagt stórkostlegt þegar karlmenn geta dansað. Auk þess fær maður vissa útrás í dansinum, maður dansar við fullt af mönnum og fær útrás fyrir þörfina fyrir nálægð. Ef maður er í sambandi held ég að maður fái útrás fyrir fjöllyndi sitt en án framhjáhalds.
Kvöldið var svo skemmtilegt að ég varð ekki einu sinni fúl þó að gaurinn sem ég var að reyna við svaraði ekki smsum (karlmenn...... asnar). Síðan héldum við heim til Maríu Stellu, ítölsku vinkonu minnar, þar sem áfram var dansað, nema ég sem fékk að sofa í smá tíma eftir erfiða viku. Þar var snarað fram pasta fyrir 6 manns og kjaftað fram eftir nóttu.
Una noche brilliante.