G-Doc

Sunday, November 11, 2007

Afmælisbarn (með hor)



Þá er maður 28 ára.

Ennþá með hor og hitaslæðing en þetta verður samt góður dagur

Tuesday, November 06, 2007

Aulahrollur



Ég er nú búin að horfa á allar 3 seríurnar af Little Britain. Um mig fer aulahrollur þegar ég hlæ að þeim en ég ræð ekki við mig.

PS: myndinni er stolið frá Elínu systur, www.niletur.blogspot.com

Ekki útlönd og ekki vinnan


Nú er veikindadagur 3 runninn upp. Ég hef ekkert að gera nema horfa á sjónvarp, göfga huga minn á lestri góðra bóka og horfa á misgáfulegt sjónvarpsefni. Eftir nokkra þætti af Little Britain þar sem maður hlær gegn sínum vilja að ógeðishúmornum þeirra finnst mér heilinn á mér ansi steiktur. Reyndar hef ég skrifað hluta af upplýsingaskjali fyrir nýja lækna á slysadeild svo eitthvað gagnlegt hef ég gert.

Ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarna mánuði nema ég hafi verið í útlöndum. Ég sé að flestar færslur eru annað hvort um ferðir til útlanda eða um vinnuna. Hum.

Svo ég ákvað að blogga smá um aðra hluti í lífi mínu en utanlandsferðir og vinnuna.
Tangó er stór þáttur í lífi mínu þessa dagana. Ég er á námskeiði á fimmtudögum með dansfélaga mínum Sigga. Síðan reyni ég að mæta einu sinni til tvisvar á danskvöld. Ég er búin að kaupa fullt af fallegum dansskóm og danskjólum. Ég elska að dansa, mér finnst það stórkostleg tilfinningaleg upplifun. Dansinn kemur mér alltaf í gott skap.
Fjölskyldan hefur það ágætt fyrir utan minniháttar veikindi, en allt saman er að koma.
Ég fór út með Gígju á fimmtudaginn var, vorum ótrúlega fínar og fengum okkur vínglas á 101.
Ég var í Finlandi síðustu helgi að heimsækja Paivi. (smá útlönd hljóta að koma inn í ) Við skemmtum okkur frábærlega við að borða góðan mat og kjafta endalaust.
Ágúst átti afmæli í október. Við fórum saman öll systkinin og keyptum stuttermaboli handa honum í afmælisgjöf.
Síðan höfum við sambýlingarnir öðru hverju eldað góðan mat og boðið ýmsum í mat.
Svo það er ýmisslegt í gangi.


Monday, November 05, 2007

Veik

Ég fór til Helsinki síðustu helgi og heimsótti mina ástkæru Paivi. Strax fyrsta daginn varð ég hrikalega kvefuð, svo kvefuð að ég hraut og vakti sjálfa mig með hrotunum.
Það var yndislegt í Helsinki, við kjöftuðum og kjöftuðum, borðuðum góðan mat, fífluðumst, sendum bréf til gamalla lundarfélaga og kjötuðum meira.
Síðan tók við löng vinnuvika þar sem ég var áfram kvefuð. Kvefið batnaði ekkert og í gær var ég komin með hita.
Svo í dag er það heill dagur af Little Britain og álíka gáfulegum sjónvarpsþáttum.