G-Doc

Thursday, August 31, 2006

Stórkostleg náttúra

Ég horfði á stórkostlega kvikmynd, Ganga keisaramörgæsanna.
Það er magnað að þessi dýr labbi mörg hundruð kílómetra á hverju ári aftur til staðarins þar sem þau eru fædd. Þar finna þau sér einn maka (á ári) og það er ótrúlega sætt að sjá þau, standandi hlið við hlið með nefin saman. Síðan kemur eggið og þarf faðirnn að taka við því. Eitt mikilvægasta augnablikið er þegar egginu er rúllað á milli, ef þeim mistekst og eggið er örfáar mínútur án skjóls frýs það og unginn deyr. Faðirinn þarf svo að snara egginu upp á fæturna og láta það inn undir sig. Síðan fer móðirin til hafsins að ná í fæðu og á meðan passar karlinn eggið í yfir 125 daga meðan beðið er eftir móðurinni. Þar þurfa þeir að þola nístandi frost og rok og passa allan tímann að eggið sé innundir þeim. Svo stana þeir í einni kös á móti vindi og skiptast á að vera í miðjunni þar sem hlýtt er. Svo unga þeir út eggjunum.
Ég var alveg heilluð af þessum kyrrlátu dýrum, af því þegar þau stungu saman nefjum til að sýna ást sína og þegar þau rúlluðu egginu sínu á milli. Sigur náttúrunnar.

Sunday, August 27, 2006

I am back















Ég er komin með nettengingu og get hafið aftur skrif mín á netinu. Vona að þið séuð ekki búin að gefast upp á mér.
Svona er maður yfirleitt þessa dagana, í símanum.

Ég dansaði á menningarnótt, það gékk bará ágætlega. Hefði mátt brosa meira. Einhverjir hneyksluðust á síðasta dansinum sem Helena og Dísa dönsuðu, þær dönsuðu afró magadans í frekar skimpy búningum úr fjöðrum. En mér fannst þetta flottur dans hjá þeim.

Ég hljóp 10 km á 56 mín og 44 sekúndum. Er að springa úr stolti, og þetta gerði ég eftir að æfa stöðugt í viku fyrir danssýningu. mér tókst að byrja rólega og auka svo hraðann.

Ég er alltaf í vinnunni finnst mér og er enn að taka vinnuna of mikið heim, hugsa stöðugt um allt sem gerðist og hvað ég hefði mátt gera betur osfv. Frekar pirrandi. Svo sveiflast maður svo í líðann í vinnunni, suma daga gengur allt upp og mér finnst ég æðislegur læknir, svo gerist eitthvað pínulítið og sjálfsálitið hrapar lengst niður í gólf. Það þarf nú ekki mikið til.

Í dag er ég nett þunn, er að njóta nýju tölvunnar minnar og sérstaklega stórkostlega kubbsins sem inniheldur 250 gb harðan disk og beintengist við sjónvarpið mitt, svo ég get horft á alls konar bíómyndir . I like my new toy a lot.

Vel á minnst, er komin með scybe, gudnystella er acountið ef einhver vill tala við mig
love you babies

Wednesday, August 16, 2006

Magadans á menningarnótt

Á menningarnótt munum ég og nokkrar aðrar magadansmeyjar sýna magadans kl 17.15 fyrir AmnestyInternational. Þetta verður í Hafnarstræti fyrir framan skrifstofur Amnesty (og Hornið veitingastaðurinn)
Komið endilega!
www.magadans.is