G-Doc

Thursday, November 23, 2006

Furðulegur dagur

Í dag var brjálað að gera í vinnuni.
Ég fékk það verkefni að ýta á slagæð með fullu handafli í 60 mínútur. 2 fingur á gatið í slagæðinni og þrýst með hinni hendinni ofan á. Hendurnar á mér hvítnuðu, ég missti alla tilfinningu í þeim og það tók mig klukkutíma að fá aftur kraft í þær. Ýmsir aðilar komu inn og fóru að kjafta við mig til að stytta mér stundir ma 2 norskir skiptinemar. Síðan komu hjúkkurnar og mötuðu mig svo þetta voru ansi komískar aðstæður.
Síðan kom bráðaaðgerð sem tók 4 tíma og svo tók við 8 tíma bráðamóttökuvakt með ýmsum skondnum uppákomum.
Núna er klukkan 00.30 og ég finn að þreytan er að hellast yfir mig.
um helgina verður það leikhús og tangó.

Thursday, November 16, 2006

I can see clearly now (næstum) while the rain is gone

Ég sé!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ég sé ég sé ég sé ég sé
Ennþá er væg móða yfir öllu en ég get lesið textann á sjónvarpinu og allt er að skýrast meira og meira.Ég á von á að vakna á morgun með fullkomna sjón!

Ég fór sem sagt í geislaaðgerð á augunum í dag

Sunday, November 12, 2006

Rauðvínsnautapottréttur frá Frakklandi

Í gær á afmælisdaginn minn langaði mig ekki til að halda partý, ég hélt í staðinn risa matarboð. 11 manns komu.
Ég gat ekki boðið öllum vinum mínum sem voru á landinu því miður vegna fjöldans, og amk 10 vinir og makar eru nú erlendis.
Ég var á tíma dansæfingu fyrr um daginn hjá æðislegum magadansara sem heitir Dondi og er í danshópi sem heitir Bellydance Superstars. Workshopið var hreint út sagt unaðslegt en ég er hrædd um að ég muni ekki labba á mánudaginn þar sem í dag eru líka 3 tímar af dansi.
Allt föstudagskvöldið var ég að baka og undirbúta pottréttinn (skipulag skipulag vil ég benda fólki á) skja stóla og fleira.
Eftir dansæfinguna tók við stresstími þar sem ég var hrædd um að mér myndi mistakast eldamennskan en kássan varð æðisleg og allir voru ánægðir. Þetta heppnaðist mjög vel og ég naut kvöldsins til hins ýtrasta.
Síðan nennti ég ekki í bæinn, enda orðin svo gömul kona, 27