Hinum megin við borðið með afa
Nú hef ég verið starfandi læknir í 3 mánuði.
Ég hef oft sagt slæmar fréttir, oft staðfest andlát og huggað ættingja þegar einhver er að deyja. Ég er svo heppin að starfa með læknum og hjúkrunarfólki sem kann að láta dauðann vera virðulegan og ekki meðhöndla fólk alveg fram að loka sekúndunni. Það er mikilvægt að vita hvenær á að hætta að meðhöndla. Mér hefur oft reynst erfitt að stoppa en þá hafa hinir haft vit fyrir mér.
Nú sit ég hinum megin við borðið, afi minn er að deyja á líknardeild Landakots. Það hefur verið yfirvofandi lengi, en er samt alveg jafn erfitt þegar það gerist.
Það er erfitt að sitja hinum megin við borðið.
Afi minn er ótrúlegur karakter, sagði alltaf lítið og kvartaði lítið en var alltaf sterkur. Jafnvel í dauðanum er hann það, hefur ekkert kvartað, segir alltaf að ekkert sé af og virðist ætla að berjast við manninn með ljáinn alveg fram á síðustu mínútu.
Ég vona að þetta styttist nú, hans vegna
Bless afi minn
Ég hef oft sagt slæmar fréttir, oft staðfest andlát og huggað ættingja þegar einhver er að deyja. Ég er svo heppin að starfa með læknum og hjúkrunarfólki sem kann að láta dauðann vera virðulegan og ekki meðhöndla fólk alveg fram að loka sekúndunni. Það er mikilvægt að vita hvenær á að hætta að meðhöndla. Mér hefur oft reynst erfitt að stoppa en þá hafa hinir haft vit fyrir mér.
Nú sit ég hinum megin við borðið, afi minn er að deyja á líknardeild Landakots. Það hefur verið yfirvofandi lengi, en er samt alveg jafn erfitt þegar það gerist.
Það er erfitt að sitja hinum megin við borðið.
Afi minn er ótrúlegur karakter, sagði alltaf lítið og kvartaði lítið en var alltaf sterkur. Jafnvel í dauðanum er hann það, hefur ekkert kvartað, segir alltaf að ekkert sé af og virðist ætla að berjast við manninn með ljáinn alveg fram á síðustu mínútu.
Ég vona að þetta styttist nú, hans vegna
Bless afi minn