G-Doc

Sunday, April 30, 2006

Álfkonan

Ég, Unnur, Hildur, Allý og Lóa fórum á tónleika með sinfóníunni, Ragnheiði Gröndal og Eivöru á föstudaginn var. Tónleikarnir voru stórkóstlegir, sérstaklega lagið Gling gló. Spiluð voru gömul íslensk dægurlög í nýjum útsetningum. Sinfóníuhljómsveitin var góð og Ragnheiður er góð söngkona en ekki með nógu sterka rödd fyrir svo stóran sal.

Eivör hins vegar er mögnuð söngkona með ótrúlega sterka rödd. Hún heillaði mig alveg. Svo lítur hún út eins og álfkona og þegar hún syngur er eins og maður sé staddur í annarri veröld.

Wednesday, April 26, 2006

Johanna och jag

 Posted by Picasa

Johann pa besök

Matarboð hjá Hrafnhildi og Gumma Posted by Picasa

Monday, April 24, 2006

Íslenskt djammlíf: and out came the bag of hair.....

Eins og áður ákvað ég að eyða föstudagskvöldi í miðbænum.
Ég sat ásamt sænskri vinkonu minni á Kaffibarnum, við vorum sætustu stelpurnar á staðnum. Óvenjumikið var um útlendinga þarna, aðallega Kana. Þeir eru yfirleitt fyrirmyndar daðrarar. Svo við sátum bara og vorum sætar og menn hópuðust að okkur, döðruðu og buðu okkur upp á drykki.
Síðan til að gera kvöldið ennþá skemmtilegra kom sætur íslenskur strákur og settist hjá okkur.
Hann kjaftaði lengi við okkur og var auk þess að vera sætur afar sjálfsöruggur, jafnvel um of. En hann var fyndinn og skemmtilegur.

Mér leist ágætlega á piltinn.

Þangað til hann dró upp lítinn poka með hvítu dufti og bauð mér upp á kókaín í nös.

Tuesday, April 18, 2006

Esjan

Ég, Ágúst og Hallgerður á toppi Esjunnar. Gengum upp á 1 klukkutíma og 32 mín. Posted by Picasa

Friday, April 14, 2006

Slæmir strákar

Ég sat á kaffihúsi með Gumma vini mínum í gær. Við spjölluðum um margt og þar á meðal fyrrverandi kærasta og one night stands.

Ég held að ansi margar stelpur laðist af slæmum strákum.
Af hverju?
1) Við teljum að þeir séu meira spennandi og betri elskhugar
2) Sú trú að þeir muni koma öðruvísi fram við okkur, að þeir geti breyst fyrir OKKUR
3) Ef að gaurinn er ekki nógu góður þá þróast sambandið ekki, það verður alltaf viss fjarlægð á milli fólks. Þar með þarf maður ekki að takast á við það að vera í alvarlegu sambandi og þar með takast á við sjálfa sig.
4) Svo er sú trú hjá mörgum sem ekki koma úr mjög stöðugum fjölskyldum að þær eigi þetta skilið
5) það er alltaf gott að geta kennt einhverjum öðrum um manns eigin vanlíðan

Eflaust eru margar fleiri ástæður

Margir af mínum fyrrverandi hafa verið ansi sætir og skemmtilegir en aftur á móti oftar en ekki óábyrgir og svona fiðrildi sem aldrei geta ákveðið sig. Síðan hafa one night standin oftast verið gaurar sem ekki eru týpan sem maður kynnir fyrir mömmu, bad boys í anda Colin Farell.
Eftir margar 20-48 klukkutímarútuferðir í Suður Ameríku þar sem þessi mál líkt og önnur voru krufin komst ég að því að númer 1 og 3 voru aðalatriðið í mínu tilviki. Ég taldi góða stráka óspennandi en fyrst og fremst vill ég ekki of mikla nálægð svo ég þurfi ekki að takast á við sambandið og treysta einhverjum of mikið.
Sem betur fer hefur smekkur minn batnað mikið, og ég hef farið að hrífast af góðum gæjum.

Hægt er að læra helling af því að skoða þá sem maður hrífst af. Þau sem reglulega eru í ruglsamböndum þurfa að skoða sinn gang, af hverju veljið þið þessar týpur?

Thursday, April 13, 2006

bjútíið hann bróðir minn

Ágúst Ingi

Fermingarmyndir

Sunday, April 09, 2006

Supergirl

Ég og myndarlegi bróðir minn nýfermdur

 Posted by Picasa
Ég ætla að deila með ykkur nýlegri sögu úr miðbæ Reykjavíkur sem sýnir klárlega daðurhæfileika íslenskra unsveina.

Ég og tilvonandi meðlimur piparjónkuklúbbsins, sem ég kýs að kalla piparundur, sátum og sötruðum bjór á ölstofunni. Að sjálfsögðu erum við myndarlegar ungar konur svo tveir ungir menn í jakkafötum komu og báðu um að setjast hjá okkur.

Annar var feiminn og hinn frakkur, eins og gjarnan gildir um tvo vini.

Sá frakki var að reyna við mig. Hann byrjaði á að spyrja hvað ég gerði og upp úr krafsinu kom að ég er læknir. Þá mundi hann eftir að hann hefði komið til afskaplega myndarlegs dökkhærðs læknis á heilsugæslunni minni. Ég sagði að það væri enginn annar kvk læknir á heilsugæslunni og þá mundi hann allt í einu að það var sem sagt ég sem hann hafði komið til. Litaðiru á þér hárið?flott lína, enda er ég alveg ljóshærð.

Síðan röflaði hann um hversu gaman það væri að koma til lækna því þeir skipuðu manni ýmist úr að ofan eða úr buxunum. Mjög spennandi umræðuefni fyrir mig eða þannig.

Eins og gefur að skilja fór hrifning mín á umræddum ungsveini mjög dvínandi.

Hann ákvað að fullkomna sína viðreynslu með eftirfarandi brandara:
Hvað er líkt með konu á túr og jarðaberjajógúrti?

Maður veit aldrei hvenær maður á von á kekkjum?

Og svo undrast ég stundum af hverju ég hrífst ekki af íslenskum karlmönnum?

Tuesday, April 04, 2006

Summer house: me and my normal friends

 Posted by Picasa
 Posted by Picasa
Potturinn Posted by Picasa
You are a lemmur, a lemmur Posted by Picasa
Græðgi Posted by Picasa

Me and my oh so normal friends

 Posted by Picasa
át át Posted by Picasa

Myndasyrpa úr sumó

Grillið Posted by Picasa

Monday, April 03, 2006

Sumarbústaður

mmmm dýrðarhelgi er liðin.
Ég, G-Code og G-Hot fórum upp í sumarbústað í Brekkuskógi um helgina. Þetta fór fram í mismiklum mæli
1) Óstjórnlegt át
2) endalausar pottaferðir
3) rauðvínsþamb
4) Mwuahhhhhhh í mismunandi útfærslum
5) almennur fíflagangur
6) kúk og piss brandarar
7) dónalegir brandarar
8) sófahangelsi yfir bíó myndum
9) ég varð ástfangin af David Sutcliff sem leikur í bíómyndinni The Cake
10) GRILLMATUR mmmmmmmmmm

Allt í allt frábær helgi